Fréttir
  • Haft tekið úr kransakökugöngum

Síðasta sprenging í Bolungarvíkurgöngum

Ráðherra þrýsti á hnappinn á laugardaginn

30.11.2009

Stór áfangi kláraðist í Bolungarvíkurgöngum laugardaginn 28. nóvember þegar samgönguráðherra sprengdi síðustu sprenginguna að viðstöddu fjölmenni. Áður höfðu heimamenn haldið hátíð í Bolungarvík þar sem bæjarstjórar Ísafjarðar og Bolungarvíkur, samgönguráðherra og vegamálastjóri kipptu haftinu úr 4,53 m löngum kransakökugöngum, sem er einn þúsundasti af sjálfum göngunum ásamt vegskálum.

Í máli vegamálastjóra við það tækifæri kom fram að stærsta áfanganum í byggingu ganganna væri þá lokið enda fælist alltaf mesta óvissan í því hvernig bergi myndi reynast.

Nú hefst vinna við vegagerð í göngunum, frágang lagna, uppsetning öryggisbúnaðar og ljósa o.s.frv. Stefnt er að því að ljúka vinnu við göngin síðsumars 2010. Tafir hafa orðið á verkinu að undanförnu vegna laus bergs en menn hafa að mestu verið lausir við vatn í þessum göngum.

Dagurinn í myndum:


Kransakökugöngin, munninn Bolungarvíkurmegin:
Kransakökugöng

Hluti hátíðargesta hlustar á ræður:

Hátíð í Bolungarvík

 

Við gangamunnann Bolæungarvíkurmegin:

Við gangamunnann

 

 

Hátíðahöld inn í göngunum, Spugstofumaðurinn Pálmi Gestsson kynnir:

Inn í göngunum

 

 

Kristján L. Möller samgönguráðherra sprengir síðustu hleðsluna:

Ráðherra sprengir

 

 

Eftirlitsmmenn fylgjast með, einsog alltaf:

Eftirlitið

 

 

Á leið að skoða verksummerkin:

Gengið að sprengjustaðnum

 

 

Við sprengjustaðinn:

Gengið á hauginn

 

 

Þeir sem staðið hafa í ströngu síðan gröftur hófst:

Vinnumenn á staðnum