Fréttir
  • Kjalarnes hjáleið á Hringvegi

Hjáleið um vinnusvæði á Kjalarnesi

Unnið við gerð undirganga

18.11.2009

Miðvikudaginn 18. nóvember kl. 13:00 verður umferð beint um stutta hjáleið fram hjá vinnusvæði við Grundarhverfi á Kjalarnesi þar sem verið er að byggja undirgöng undir Vesturlandsveg.

Á framkvæmdatímanum verður aðkoma að Klébergsskóla um Brautarholtsveg og Vallargrund.

Búist er við að hjáleiðin verði í notkun fram að jólum en þá verður umferð færð tilbaka á Vesturlandsveg.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem breytingarnar kunna að valda en því er sérstaklega beint til ökumanna að virða merkingar um hámarkshraða.