Fréttir
  • Bás NVF á ITS sýningunni í Stokkhólmi

NVF áberandi á ITS í Stokkhólmi

6600 manns sækja ráðstefnuna

23.9.2009

Dagana 21.-25. september er haldin stór ráðstefna í Stokkhólmi um snjallkerfi í umferð. Gert var ráð fyrir að um 5000 manns myndu sækja ráðstefnuna en í raun komu 6600þátttakendur allsstaðar að úr heiminum.

Norræna vegasambandið (NVF) er áberandi á ráðstefnunni, og sýningunni sem tilheyrir, enda fjallar ein af 14 tækninefndum NVF um snjallkerfi í umferð eða ITS, sem stendur fyrir Intelligent Transport Systems and Services.

Ráðstefnan er 16 alþjóðaráðstefnan. Hér má svo sjá heimasíðu ITS nefndar NVF.

Samgönguráðherra Kristján L. Möller var viðstaddur opnun ráðstefnunnar en hann ásamt Hreini Haraldssyni komu við á bás Norræna vegasambandsins. Hreinn er formaður NVF og verður fram að Via Nordica ráðstefnunni sem haldin verður í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í júní 2012.