Fréttir
  • Klippt á borða, brú yfir Mjóafjörð

Fagnað í Djúpinu

ný brú yfir Mjóafjörð vígð

4.9.2009

Fjölmenni var viðstatt þegar Kristján L. Möller samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borða á nýju bogabrúnni fyrir Mjóafjörð og opnuðu þar með brúna fyrir umferð.

Brúin ásamt tveimur öðrum og ríflega 28 km af nýjum vegi er mikil samgöngubót og þótt styttingin sé ekki mæld í kílómetrum að sumri er hún um 30 km að vetri og ferðatíminn styttist verulega árið um kring.

Með brúnni yfir Mjóafjörð er um leið tekinn í notkun vegarkafli frá Eyri í Ísafirði að Hörtná í Mjóafirði, samtals 28,1 km að lengd. Á þessum vegarkafla eru alls þrjár brýr samtals 200 m að lengd. Verkið hófst árið 2005 og var unnið í þremur útboðsverkum.

Vegir og brýr á Reykjafjörð og Vatnsfjarðarós voru teknar í notkun haustið 2008 og notaðir yfir veturinn. Nú er verkinu að mestu lokið en eftir nokkur frágangur og uppsetning vegriða.

Með þessari opnun leggst af vegurinn yfir Eyrarfjall sem að jafnaði lokaðist í fyrstu snjóum. Sá kafli á Djúpvegi (61) var erfiður malarvegur og fjallvegur og breytingin því mjög mikil. Nú er því hægt að aka frá Hólmavík til Bolungarvíkur á bundnu slitlagi.

Hér má lesa meira um framkvæmdina

Þá er unnið að því að ljúka vegagerð um Arnkötludal á næstu vikum og að því loknu verður komið bundið slitlag á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Með þeim vegi styttist sú leið um 42 km þannig að með þessum tveimur verkefnum styttist leiðin vestur um ríflega 70 km að sumri og að mati bæjarastjórans á Ísafirði styttist ferðatíminn um hvorki meira né minna en einn og hálfan tíma.

Brúin yfir Mjóafjörð er fallegt mannvirki:

Brúin yfir Mjkóafjörð

Heiðursverðirnir Kolbrún Benediktsdóttir og Jón Vilhjálmsson ásamt Eddu Lind Guðmundsdóttur skæraverði:

Heiðursverðir við víglsluna

Fjölmenni var viðstatt opnunina:

Mannfjöldi fylgdist með í Mjóafirði

Edda Lind Guðmundsdóttir skæravörður:

Skærastúlkan í Mjóafirði

Samgönguráðherra klippir með dyggri aðstoð vegamálastjóra:

Klippt á borða, brú yfir Mjóafjörð

Sér Baldur í Vatnsfirði lét sig ekki vanta, frekar en fyrrverandi samgönguráðherra og þingmenn:

Séra Baldur í Vatnsfirði

Ráðherrabílinn var fyrsti bíll yfir hið nýja mannvirki:

Fyrsti bíll yfir brúna á Mjóafirði

 

Frá vegagerð í Arnkötludal, nokkur handtök eru enn eftir:

Vegagerð á Arnkötludal