Fréttir
  • Súlur í Ágúst 2009

Umferðin 2009 meiri en 2007

töluvert meiri umferð í sumar sérstaklega

1.9.2009


Nýliðinn júlímánuður er umferðarmesti mánuður frá upphafi mælinga en mælt er á 16 völdum stöðum á Hringvegi og því er ekki umferðin á höfuðborgarsvæðinu nema að litlu leiti með í tölunum.


Í ágúst var umferðin svipuð og árið 2007 en eilítið meiri eigi að síður. Spár um aukna umferð á vegunum í sumar hafa því gengið eftir, sérstaklega í júlí.

Uppsafnaður akstur er aðeins meiri en árið 2007, sem var met ár. Í ljósi efnahagsástandsins verður fróðlegt að sjá hver þróunin verður seinni hluta ársins 2009, hvort verulega dragi úr akstri eða hvort aksturinn muni fylgja hefðbundnu akstursmynstri haustsins. Verði ekki verulegar breytingar á akstri, það sem eftir lifir árs, er ljóst að að árið 2009 gæti orðið það stærsta hingað til.

Sjá nánar.

Af meðfylgjandi samantektartöflu má sjá að Austurland er enn með mestu aukninguna, bæði fyrir ágúst eða 13,1% og svo það sem af er árinu eða 10,9%.


Einungis var um samdrátt að ræða á vesturlandi í síðast mánuði eða -2,8%. Þess ber að geta að teljari á Holtavörðuheiði var bilaður fyrri hluta ágúst mánaðar, sem gæti skýrt lækkunina að verulegu leiti, því áætla varð umferðina m.v. seinni hluta mánaðarins.
Frá áramótum er aukning í akstri miðað við árið 2008 á öllum landssvæðum nema á höfðuborgarsvæðinu, þar er um 1% samdrátt að ræða.


Heildarakstursaukning er 3,8% fyrir ágúst mánuð og 2,9% frá áramótum.

Samanburðartafla í Ágúst 2009