Fréttir
  • Helgarumferð á Hringvegi við Reykjavík 26. júní til 26. ágúst 2008 og 2009

Mjög mikil aukning á umferð að norðan en samdráttur í umferð að austan

26.8.2009

Samdráttur var í umferð austan höfuðborgarinnar um síðustu helgi, m.v. sömu helgi 2008. Mikil aukning var, aftur á móti, á öllum mælistöðvum norðan höfuðborgarinnar m.v. sama tíma árið 2008.

Eins og meðfylgjandi stöplarit ber með sér dregur almennt hægt og rólega úr umferð, eftir því sem nær dregur haustinu. Síðasta helgi er sú umferðarminnsta, hingað til, í sumar.

Á sama stöplariti má einnig sjá að heildarumferðin var aðeins meiri m.v. sömu helgi árið 2008.

Breytingarnar voru eftirfarandi:

Undir Ingólfsfjalli - 4,6%

Um Hellisheiði - 3,3%

Um Sandskeið - 3,5%

Árvellir á Kjalarnesi 16,0%

Um Hvalfjarðargöng 14,5%

Um Hafnarmela 25,0%

Að þessu sinni fylgja umferðartölur, um veðurstöð á Vatnaleið Snæfellsnesi, vegna Danskra daga í Stykkishólmi. Af þessum talningastað má lesa að umferð þessa helgi 2009 er aðeins meiri, alla dagana, en á Dönskum dögum árið 2008 eða samtals rúmum 4%. Það fóru rúmlega 4.400 bílar um teljarann yfir tímabilið borið saman við rúmlega 4.200 bíla árið 2008.