Fréttir
  • Umferð á Kjalarnesi

Meiri umferð á öllum talningarstöðum

um síðustu helgi samanborið við sömu helgi í fyrra

17.8.2009


Samdrætti í umferð síðustu helgi virðist vera náð til baka og gott betur þ.e.a.s. að nú mælist talsvert meiri umferð á öllum 6 talningastöðunum miðað við sama tíma árið 2008. Aukning var alla dagana miðað við sama tíma árið 2008.

Er umferð þessa helgi svipuð og yfir verslunarmannahelgina, í ár. Meðalumferð, yfir tímabilið, hækkar því aftur. Á stöplaritinu má sjá að verslunarmannahelgin 2009 (án mánudagsins) er enn undir meðaltalinu, en á sama tíma 2008 var verslunarmannahelgin yfir meðaltalinu.

Heldur meiri aukning varð austan Höfuðborgarsvæðis en norðan sbr. meðfylgjandi samantekt:

Breytingarnar voru eftirfarandi:

Undir Ingólfsfjalli 10,6%

Um Hellisheiði 11,3%

Um Sandskeið 12,4%

Árvellir á Kjalarnesi 10,7%

Um Hvalfjarðargöng 5,6%

Um Hafnarmela 7,1% (Nýr staður undir Hafnarfjalli sunnan við Borgarnes )

Til frekari fróðleiks hefur Vegagerðin ákveðið að birta umferðartölur í grend við útihátíðir, úti á landi, verði því við komið.

Að þessu sinni fylgja umferðartölur, um veðurstöð við Þjórsá, vegna Töðugjalda á Hellu. Af þessum talningastað má lesa að umferð þessa helgi 2009 er mun meiri, alla dagana, en á sama tíma 2008 eða samtals tæpum 60%. Það fóru rúmlega 17 þús. bílar um teljarann yfir tímabilið borið saman við tæplega 11 þús. bíla árið 2008.