Fréttir
  • Jókulsárlón ísstífla

Klakastífla í Jökulsá á Breiðamerkursandi

stór stífla myndaðist um hádegi 10. ágúst

10.8.2009

Það leit ekkert of vel út þegar stór ísstífla myndaðist undir brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þetta gerðist við útfall úr Jökulsárlóninu í hádeginu 10. ágúst en stórir jakar festur á grjótþröskuldi undir brúnni og röðuðust þar margir saman. Vatnið komst þó í rennum sitt hvoru megin við stífluna en á tímabili fór mjög stór jaki undir miðja brúna og voru ekki nema einn og hálfur till tveir metrar eftir í brúargólfið.

Grjótþröskuldurinn er fyrir innan brúna er hugsaður til að stórir jakar strandi þar fyrir innan og haldist í lóninu. Hættan er að stóri jakar skemmi brúna. Árið 2006 var bætt í þröskuldinn en samkvæmt nýjum mælingum hefur hann lækkað um fjóra metra á þremur árum. Þar sem nú er stórstraumt eiga stóri jakar því möguleikann á því að komast þarna undir. Á vegáætlun fyrir 2009 var sett fé til að styrkja grjótþröskuldinn en efnahagsástandið hefur sett það sem margt annað í uppnám.

Klakastífla í Jökulsárlóni