Fréttir
  • Suðurlandsvegur við Kögunarhól

Akstur um 16 valda talningarstaði á Hringvegi eykst um 7,3% í júlí 2009 m.v. júlí 2008

5.8.2009

Af samantektartöflu sést að umferðin eykst í öllum landshlutum milli júlí mánaða 2008 og 2009. Nemur heildaraukningin 7,3% milli mánaða og 2,7% frá áramótum.

Það sem af er árinu hefur akstur aukist á öllum stöðum nema við Höfuðborgarsvæðið, þar er um tæpan 2% samdrátt að ræða.

Hlutfallslega eykst aksturinn mest á Austurlandi eða rúmlega 11%, milli júlí mánaða og rúmlega 10% frá áramótum.

Akstursaukning í júlí 2008 og 2009

Sé litið til töflu, er sýnir hlutfallslegan mismun meðal- og heildaraksturs milli ára í sömu mánuðum eftir talningastöðum, sést að ástæða minnkunar við Höfuðborgarsvæðið má að stærstum hluta rekja til mikils samdráttar á akstri um Geitháls. Hverju það sætir er erfitt að segja til um. Einna helst mætti geta sér til um minni umferð v/ atvinnu.

Aukningar á akstri austanlands má einn helst rekja til gífurlegrar aukningar á öllum mælipunktum frá því í apríl, með einni undantekningu eða 3% samdrátt við Gíslastaðagerði í maí.

Samkvæmt meðfylgjandi gröfum, fyrir akstur í einstaka mánuðum og uppsöfnuðum akstri, virðast 2009 kúrfurnar vera að sigla fram úr 2007 kúrfunum, það sem af er árinu.

Af súluriti, er sýnir innbyrðis hlutfall heildaraksturs milli ára frá áramótum, sést að heildaraksturinn er orðinn 1,6% meiri en fyrir sama tímabil árið 2007.

Sjá tölulegar upplýsingar talningarstaða ásamt línu- og stöplaritum: Umferðartölur - Þróun 2005-2009 - Júlí


Frekari upplýsingar gefur Friðleifur Ingi Brynjarsson