Fréttir
  • Helgarumferð á Hringvegi við Höfuðborgarsvæðið frá 26. júní til 2. ágúst 2009

Umferð um verslunarmannahelgina

4.8.2009

Umferð, í austur, frá höfuðborginni var nokkuð meiri um verslunarmannahelgina 2009 en sömu helgi 2008. Heldur færri fóru hins vegar í norður frá Reykjavík en fyrir ári síðan, sbr. töflu hér á eftir.

Breytingarnar voru eftirfarandi:

Undir Ingólfsfjalli 9,7%
Um Hellisheiði 11,4%
Um Sandskeið 6,7%
Árvellir á Kjalarnesi -6,4%
Um Hvalfjarðargöng -9,0%

Sjá nánar í meðfylgjandi töflu

Mítan um verslunarmannahelgina.

Vegagerðin hefur áður flutt fréttir af helgarumferðar á áðurnefndum stöðum frá lok júní í ár. Séu þær niðurstöður skoðaðar sést að umferðin um verslunarmannahelgina í ár nær ekki meðal umferð fyrir áðurnefndar helgar. Síðasta helgin í júní trónir þar hæst.

Helgarumferð á Hringvegi við Höfuðborgarsvæðið frá 26. júní til 2. ágúst 2009

Ath. mánudagurinn 3. ágúst er ekki inni í tölum fyrir verslunarmannahelgi