Fréttir
  • Í Ártúnsbrekku

Fleiri fóru austurum en norður

miðað við umferðin í nágrenni höfuðborgarinnar

27.7.2009

Umferð í austur frá höfuðborginni var nokkuð meiri um nýliðna helgi en sömu helgi í júlí 2008. Heldur færri fóru hinsvegar í norður frá Reykjavík en fyrir ári síðan.

Dæmið frá helginni 17. - 19. júlí snerist því við, því þá fóru fleiri í norður frá höfuðborginni en fóru austurum.

Sjá töflu

Samkvæmt tölunum sést að umferð á Hringvegi, austan við höfuðborgarsvæðið, var talsvert meiri helgina 24 - 26 júlí 2009, borið saman við sömu helgi 2008. Að þessu sinni má segja að föstu- og laugardagurinn beri uppi aukninguna, að stórum hluta. Norðan Reykjavíkur er umferðin hins vegar heldur minni en um helgina 17. - 19. júlí borið saman við sama tímabil 2008.

Breytingarnar voru eftirfarandi:

Undir Ingólfsfjalli      11,9%

Um Hellisheiði           12,5%

Um Sandskeið            5,0%

Árvellir á Kjalarnesi      -6,4%

Um Hvalfjarðargöng    -8,4%