Fréttir
  • Af Kjalarnesi

Meiri umferð norðan Reykjavíkur en austan um síðustu helgi

umferðin meiri um helgina sérstaklega á sunnudaginn

21.7.2009

Af meðfylgjandi töflu sést að umferð á Hringvegi, norðan við Höfuðborgarsvæðið, var talsvert meiri helgina 17 - 19 júlí 2009, borið saman við sömu helgi 2008.

Eins og síðast þá sker sunnudagurinn sig úr hvað varðar aukningu. Austan Reykjavíkur er umferðin heldur minni um síðustu helgi borið saman við sama tímabil 2008.

Breytingarnar voru eftirfarandi:

Undir Ingólfsfjalli     -5,6%

Um Hellisheiði          -5,0%

Um Sandskeið         -6,4%

Árvellir á Kjalarnesi     9,2%

Um Hvalfjarðargöng   7,0%