Fréttir
  • Umferðin janúar - júní 2009

Sama umferð í ár og 2007

umferðin fyrstu sex mánuðina meiri en í fyrra

8.7.2009

Umferðin fyrstu sex mánuði ársins á Hringveginum (16 valdir talningarstaðir) er nákvæmlega sú sama og árið 2007. Umferðin í ár er þannig aðeins meiri en í fyrra. Fram til ársins í fyrra hafði orðið stöðug auking umferðar á þessum völdu talningarstöðum á Hringveginum.

Umferðin eykst allstaðar út á landi en dregst lítillega saman á Hringveginum við Höfuðborgarsvæðið. Samdráttur í atvinnuumferð á Geithálsi og við Úlfarsfell gæti verið skýring á þessu.

Í pdf-skjali má svo sjá þróunina í töflu og af línuritum.

Eftir landssvæðum er umferðaraukningin eða samdrátturinn þannig:

Milli júní mánaða 2008  og 2009: 

Suðurland                    7,7%

Höfuðborgarsvæðið      -3,2%

Vesturland                   6,1%

Norðurland                  11,3%

Austurland                  19,9%

 

Frá áramótum:

Suðurland                    4,7%

Höfuðborgarsvæðið      -2,4%

Vesturland                   1,7%

Norðurland                   2,9%

Austurland                    9,6%

 

Af þessari töflu sést að umferðin eykst allstaðar út á landi en dregst hins vegar saman á Höfuðborgarsvæðinu.  

Aukning á akstri er mest á Austurlandi eða tæp 20% milli júní mánaða og tæp 10% frá áramótum.

Sé litið til töflu er sýnir hlutfallslegan mismun meðalumferðar og heildaraksturs milli ára í sömu mánuðum eftir talningastöðum, sést að ástæða minnkunar á Höfuðborgarsvæðinu gæti verið samdráttur í atvinnuumferð enda dregst umferð á Geithálsi og við Úlfarsfell saman um 5,5% annars vegar og hins vegar um 2% milli júní mánaða 2008 og 2009. 

Heildaraukning á öllum talningastöðum samtals er hins vegar 5,4%. (sjá töflu og stöplarit yfir mismun á akstri milli ára í sömu mánuðum)

Samkvæmt gröfum fyrir akstur í einstaka mánuðum og uppsöfnuðum akstri, virðast 2009 kúrfurnar algerlega ætla að elta 2007 kúrfurnar. 

Af súluriti er sýnir heildarakstur milli ára, frá áramótum,  sést að heildaraksturinn er 0,7% meiri en árið 2007. 

Slóð til að sækja umferðartölur á netinu