Fréttir
  • Suðurlandsvegur við Kögunarhól

Aukning á umferð í kringum höfuðborgarsvæðið

1.7.2009

Talsverð aukning var á umferð, síðustu helgina í júní 2009, á 5 stöðum á Hringvegi í kringum höfuðborgarsvæðið, borið saman við sömu helgi árið 2008.

Austan Reykjavíkur (undir Ingólfjalli, um Hellisheiði og um Sandskeið) var aukningin mest á laugardaginn eða 17,3%, 19,2% og 14,2% en vestan Reykjavíkur (við Árvelli á Kjalarnesi og um Hvalfjarðargöng) var aukningin mest milli ára á sunnudaginn eða 18,7% og 20,9%.

Sjá töflu: Umferð á hringvegi við Reykjavík í júní 2009