Fréttir
  • Þórsmerkurvegur þar sem Markarfljót nagaði í veginn um helgina

Þórsmerkurvegur í hættu

22.6.2009

Um helgina kroppaði Markarfljótið nokkuð duglega í Þórsmerkurveginn á stuttum kafla. Í dag, mánudag, hófst vinna við að leggja 300 m langa bakkavörn á þessum stað en það stóð til að gera þar sem færa þurfti veginn í fyrrasumar af þessum sömu sökum. Á myndum sem fylgja fréttinni sést vel hver staða mála var að kvöldi sunnudags.

Á þeim tíma var fljótið hætt að brjóta úr veginum. En vegurinn hafði legið um 50 metrum lengra til vinstri einsog sjá má á sumum myndanna sem fylgja. Nú er búið að búa til framhjáhlaup fyrir umferðina og verður sem flýtt fyrirhuguðum framkvæmdum við bakkavörn.

Hér á fyrstu myndinni má sjá hvar vegurinn lá í fyrra til vinstri á myndinni:

Torsmerkurvegur_210609_001

 

Torsmerkurvegur_210609_005