Fréttir
  • Sten Balle tekur við Svaninum úr hendi formanns stjórnar NVF Hreins Haraldssonar vegamálastjóra

Heiðursmeðlimur og heiðursverðlaun NVF

afhent á stjórnarfundi NVF á Íslandi

18.6.2009

Á stjórnarfundi Norræna vegasambandsins sem haldinn var á Íslandi 11. júní var Henning Christiansen gerður að heiðursmeðlim í NVF og Sten Balle voru afhentur Svanurinn sem er viðurkenning vegasambandsins.

Ísland leiðir nú starf Norræna vegasambandsins í fyrsta sinn í nærri 75 ára sögu þess. Ísland stýrir sambandinu fram til ársins 2012 þegar núverandi fjögurra ára tímabili lýkur með ráðstefnu hér á landi.

Henning Christiansen var vegamálastjóri hjá dönsku Vegagerðinni árin 1997 til 2008. Hann var formaður dönsku stjórnar NVF árum saman og einnig á þeim tíma sem Danmörk leiddi starfið og hefur haft mikil áhrif á starf Norræna vegasambandsins og gert það nútímalegra með því að leggja áherslu á fagmennsku og þróun aukinnar getu og hæfileika.

Sten Balle nam verkfræði í Danmörku og flutti til Færeyja árið 1962 þar sem hann vann meðal annars að byggingu fyrstu sex vegganganna á Eyjunum fyrir E. Pihl og søn. Hann sat í stjórn færeysku stjórnar NVF þegar Færeyjar gerðust meðlimir að sambandinu árið 1975 og sat í stjórninni þar til hann fór á eftirlaun í fyrra.

Meira má fræðast um þessa heiðursmenn á heimasíðu NVF.