Fréttir
  • Skíðdalsvegur - Yfirlitskort

Skíðdalsvegur, Skáldalækur-Brautarhóll, Hofsá-Ytra Hvarf

Kynning framkvæmda

30.4.2009

Vegagerðin kynnir hér með vegaframkvæmd á Skíðadalsvegi (807) í Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsýslu. Fyrirhugað er að endurbyggja, styrkja og leggja bundið slitlag á tvo kafla Skíðadalsvegar. Annars vegar milli Skáldalækjar og Brautarhóls, hins vegar milli Hofsár og Ytra-Hvarfs. Samtals eru vegarkaflarnir um 6,5 km langir og fylgja að mestu núverandi vegi.

Í tengslum við framkvæmdina er gert ráð fyrir að byggja 2 nýjar heimreiðar og leggja reiðveg meðfram vegarköflunum að austanverðu.

Kanna þarf matsskyldu framkvæmdarinnar skv. 6 gr. laga um mat á umhverfisáhrifum skv. viðauka 2.10.c, þar sem um er að ræða vegaframkvæmd utan þéttbýlis á verndarsvæði. Á vegarkaflanum Skáldalækur-Brautarhóll liggur framkvæmdin á um 1,8 km löngum kafla í jaðri Friðlands Svarfdæla. Á vegarkaflanum Hofsá-Ytra Hvarf liggur framkvæmdin á um 1,1 km löngum kafla í jaðri grannsvæðis eins af vatnsverndarsvæðum Dalvíkurbyggðar.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar betri samgöngur og bætt umferðaröryggi.

Kynningarskýrsla

Yfirlitsmynd 1-2

Yfirlitsmynd 2-2

Teikning 2. Grunnmynd 1-4

Teikning 2. Grunnmynd 2-4

Teikning 2. Grunnmynd 3-4

Teikning 2. Grunnmynd 4-4