Fréttir
  • Unnið við Suðurstrandaveg í apríl 2009

Unnið af krafti við Suðurstrandarveg

verður hugsanlega tilbúinn í haust

21.4.2009

Mjög vel hefur gengið við lagningu Suðurstrandarvegar (427) Krýsuvíkurvegur – Þorlákshafnarvegur í vetur. Verktakinn, KNH ehf. frá Ísafirði er langt á undan áætlun. Ef verkaefnastaða fyrirtækisins breytist ekki mikið reikna menn jafnvel með að vegarkaflinn verði tilbúinn í september í haust.

Samkvæmt útboði átti hluti vegarins að vera tilbúinn á næsta árið og verki að fullu lokið 2011. Þá er eftir að ljúka kaflanum frá Krýsuvíkurvegi til Grindavíkur en hugsanlega verður sá kafli boðinn út síðar á árinu.

Verkið, Suðurstrandarvegar (427) Krýsuvíkurvegur – Þorlákshafnarvegur, felst í nýbyggingu Suðurstrandarvegar á 33,6 km löngum kafla ásamt 2,3 km löngum tengingum við hann, smíði 12 m steyptrar bitabrúar á Vogsós neðan Hlíðarvatns í Selvogi, auk ræsa, grjótvarnargarða, reiðstígs og girðinga. Samkvæmt útboði á undirbyggingu á Krýsuvíkurvegi vera lokið fyrir 1. júní 2009. Smíði brúar á Vogsós skal lokið fyrir 15. september 2010 og verkinu öllu skal að fullu lokið fyrir 15. september 2011.

Verkinu hefur miðað vel áfram frá því að samið var við KNH í september í fyrra. En unnið er alla daga, frá kl. 7:00 til klukkan 20:00, unnið er 7 daga og 7 daga fríi þannig að verktaki er með tvö gengi sem skiptast á að vinna og vera í fríi.

Í umhverfismati má lesa meira um framkvæmdina en þar kemur meðal annars fram að megintilgangur vegalagningarinnar er að byggja upp varanlega og örugga vegtengingu á milli Suðurlands og Suðurnesja til hagsbóta og öryggis fyrir atvinnulíf og íbúa á þessum svæðum.

Sstrv6

Sstrv2