Fréttir
  • Frá opnun tilboða í Raufarhafnarveg

Klæðning ehf. átti lægsta boð í Raufarhafnarveg (874)

boðið rétt tæp 56 prósent af verktakakostnaði áætluðum

15.4.2009

Tilboð Klæðningar ehf, Hafnarfirði, hljóðaði upp á 250 milljónir króna sléttar, áætlaður verktakakostnaður var rúmar 447 milljónir króna og er boðið því 55,9 prósent af áætluninni. Næstlægstir voru KNH ehf., Ísafirði og svo Hektar ehf., Reykjavík.

Alls buðu 10 verktakar í Raufarhafnarveg (874), Háfaskarðsleið – Flugvöllur en um er að ræða tengingu Raufarhafnar við Hófaskarðsleið og þar með Kópaskers. Tilboð voruð opnuð samtímis í Reykjavík, á Akurreyri og á Reyðarfirði. Einnig fylgdust menn með frá Sauðárkróki í gegnum fjarfundabúnað.

Sjá nánar hér á vefnum