Fréttir
  • Þróun umferðar 2005 -2009

Mun minni umferð í mars 2009 en undanfarin ár

mjög dregur úr umferð í mars, minni núna en í mars 2005

3.4.2009

Umferðin á þjóðvegum landsins, mæld á 16 völdum talningarstöðum á Hringvegi, var mun minni í mars 2009 en í sama mánuði árin á undan. Umferðin á þessu stöðum er nærri 15 prósentum minni í mars í ár en í mars í fyrra. Hér gæti þó spilað inn í að páskar voru í fyrra í mars en eru í apríl núna. Umferðin í mars 2009 minnkar það mikið að hún er minni en hún var í mars 2005.

Fyrstu þrjá mánuði ársins 2009 hefur umferð á þessum talningarstöðum dregist saman um 3,3 prósent. Betri samanburður ætti að fást að aprílmánuði liðnum.

Frekari greining og myndir af þróun umferðar 2005 - 2009

Tölur á 16 völdum talningastöðum á Hringveginum

Tímabilið janúar til mars, fyrir árin 2008 og 2009 (þ.e samtals 3 mánuðir hvort ár), lítur svona út.

Suðurland +1,9%

Höfðuborgarsvæðið -2,3%

Vesturland -4,4%

Norðurland -13,2%

Austurland -12,6%

Samtals, á öllu landinu fyrir áðurnefnt tímabil og talningarstaði, hefur akstur dregist saman um -3,3%.

Sé bara horft til mars mánaða 2008 og 2009 (þ.e. til 1 mánaðar hvort ár), lítur dæmið svona út:

Suðurland -11,5%

Höfðuborgarsvæðið -9,7%

Vesturland -17,8%

Norðurland -19,7%

Austurland -19,0%

Samtals, á öllu landinu fyrir áðurnefnt tímabil og talningarstaði, hefur akstur dregist saman um -14,8%.

Sjá má á grafi um heildarakstur að akstur í mars mánuði 2009 er minni en í mars 2005, sem verður að teljast þó nokkur minnkun.

Á grafi um uppsafnaðan akstur 3 fyrstu mánuði 2009 er á svipaður og sambærilegt tímabil fyrir þremur árum eða árið 2006.

Það skal þó haft í huga hér að páskar voru í mars 2005 og 2008 en í apríl 2006, 2007 og 2009. Því eigum við eftir að sjá miklar sveiflur milli apríl og mars mánaða. Uppsöfnuð umferð verður meira marktæk þegar apríl umferð 2009 liggur fyrir.

Frekari upplýsingar veitir Friðleifur I. Brynjarsson í fib@vegagerdin.iseða í síma 522-1817

 

 

Mismunur á akstri milli ára í sömu mánuðum

 

SulurManudirmars2009