Fréttir
  • Í Bolungarvíkurgöngum

Vel gengur í göngum

Um 90 m eftir í Héðinsfjarðargöngum og Bolungarvíkurgöng hálfnuð

31.3.2009

Gröftur bæði Héðinsfjarðarganga og Bolungarvíkurganga hefur gengið vel að undanförnu. Nú er einungis eftir að sprengja um 90 m í Héðinsfjarðargöngum og því stutt í að menn slái í gegn í annað sinn í þeim göngum.

Fyrir vestan í Bolungarvíkurgöngum er nú búið að sprengja rétt ríflega helming leiðarinnar. Fylgjast má með verkframvindunni á hér á vefnum.

Þar kemur fram að:

Gröftur Héðinsfjarðarganga frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar gekk mjög vel í síðustu viku (viku 13). Sprengdir voru 71 m og er heildarlengd ganga þeim megin frá 4.943 m. Samtals er búið að sprengja 10.478 m eða 99,1% af heildarlengd og eftir eru 92 m. Einnig er unnið áfram við endanlegar bergstyrkingar í göngum frá Héðinsfirði til Ólafsfjarðar og gengur vel.

og að:

Gröftur Bolungarvíkurganga (Óshlíðarganga) gekk vel í síðustu viku (viku 13). Frá Hnífsdal voru sprengdir 54 m og er heildarlengd þeim megin 1.282 m. Frá Bolungarvík voru sprengdir 44 m en þar var unnið í útskoti og er heildarlengd þeim megin 1.340 m. Samtals er því búið að sprengja 2.622 m eða tæp 50,8% af heildarlengd.

vgvefur

DSC_0078