Fréttir
  • Umferðin 2005 - 2009

Umferð eykst í upphafi árs

Meiri umferð er á Hringvegi en í fyrra en minni umferð en 2007

6.3.2009

Umferðin á þjóðvegum landsins er heldur meiri í janúar og febrúar 2009 en hún var í sömu mánuðum árið 2008. Umferðin er eigi að síður minni en hún var 2007.

Á landinu eykst umferðin um 3,5 prósent í febrúar miðað við sama mánuði í fyrra. Miðað er við 16 talningarstaði á Hringveginum og því er ekki um að ræða umferð á höfuðborgarsvæðinu.

Niðurstaðan, á akstursaukningu samtals fyrir janúar og febrúar milli áranna 2008 og 2009, er sem hér segir:

Suðurland: 9,2%

Í grennd við höfuðborgarsvæðið 1,3%

Vesturland 2,6%

Norðurland -2,0%

Austurland -9,1%

Heildarakstur á öllu landinu eykst um 3,5% í febrúar milli áranna 2008 og 2009, miðað við sama mánuð.

Fyrir einstaka staði sjá nánar í töflu. Einnig má sjá línurit sem sýna þróunina 2005-2009.

 

Frekari upplýsingar veitir Friðleifur I. Brynjarsson í fib@vegagerdin.iseða í síma 522-1817