Fréttir
  • Fjöldi verktaka mætti til að vera við opnun tilboðanna.

19 tilboð í Vestfjarðaveg

Heflun ehf með lægsta boð

24.2.2009

Tilboð í Vestfjarðaveg (60), Þverá - Þingmannaá voru opnuð í dag í húsakynnum Vegagerðarinnar í Reykjavík og á Ísafirði. Alls bárust 19 tilboð og átti Heflun ehf, Lyngholti lægsta boð sem hljóðaði uppá rúmar 341 milljón króna.

Áætlaður verktakakostnaður var rúmar 580 milljónir króna og því er lægsta boð tæp 60 prósent þess áætlaða kostnaðar. Ingileifur Jónsson ehf átti næst lægsta boð tæpar 385 milljónir króna.