Fréttir
  • Umferðin, samanburður á milli ára

Heldur meiri umferð á þjóðvegunum í janúar 2009

sé tekið mið af 15 talningarstöðum á Hringvegi

11.2.2009

Umferðin í janúar 2009 reyndist meiri á 15 talningarstöðum Vegagerðarinnar á Hringvegi en í janúar 2008. Nemur aukningin 4,3 prósentum. Umferðin eykst nema á Norðurlandi og sérstaklega á Austurlandi þar sem hún dregst saman um tæp 26 prósent.

Sé tekið mið af innbyrðis hlutfalli heildaraksturs í janúar árin 2005 til 2009 er umferðin 2009 svipuð og árið 2007 en eigi að síður lítillega meiri en þá.

Aukning á akstri milli janúarmánuða 2008 og 2009 er sem hér segir:

Suðurland 10,2%

Í grennd við Höfuðborgarsvæðið 2,8%

Vesturland 1,2%

Norðurland -4,0%

Austurland -25,9%

Í heild hefur akstur aukist um 4,3% á þessum 15 stöðum.

Rétt er að minna á að þessir talningarstaðir eru allir á Hringvegi og mæla því ekki umferðina á höfuðborgarsvæðinu.

Frekari upplýsingar gefur Friðleifur I. Brynjarsson í fib@vegagerdin.is eða í síma 522-1000


UmferdJanuar2009Stoplar

 

UmferdJan2009Arsstoplar

 

UmferdJan2009Tafla