Fréttir
  • Á Vestfjarðavegi

Útboð hafin á ný

Auglýsing í dag í Framkvæmdafréttum

26.1.2009

Í 1. tölublaði Framkvæmdafrétta 2009, er auglýst útboð um endurgerð á 7,4 km kafla á Rangárvallavegi (264). Vegna efnahagsaðstæðna var útboðinu frestað óákveðið en það var fyrst auglýst í október síðastliðnum.

Í næsta tölublaði framkvæmdafrétta sem kemur út 2. febrúar, er síðan reiknað með að bjóða út tvö stór verk, þ.e.a.s. Vopnafjarðartengingu (Bungulækur – Vopnafjörður ásamt Hofsársdalsvegi) og kaflann Kjálkafjörður – Vatnsfjörður á Vestfjarðarvegi um Barðaströnd.

Á næstunni verða síðan einnig boðin út verk á suðvesturhorni landsins og víðar.