Fréttir
  • Breyting meðalumferðar - stöplarit - nov 2008

Dregur úr umferð í nóvember

sama þróun og undanfarna mánuði

12.12.2008

Umferðin í nóvember 2008 var ríflega 6 prósentum minni en í nóvember í fyrra, sé tekið mið af 14 talningarstöðum á Hringvegi. Þetta er sama þróun og mátt hefur sjá mest allt þetta ár þótt umferðin í nóvember hafi ekki dregist jafnmikið saman og í október.

En þrátt fyrir þennan samdrátt í umferðinni er hún eigi að síður meiri en hún var í nóvember 2005 og 2006.

Sjá töflu, graf og stöplarit um hlutfallslega breytingu meðalumferðar á talningarstöðunum.

Frekari upplýsingar gefur Friðleifur Ingi Brynjarsson