Fréttir
  • Axarvegur - Yfirlitsmynd

Axarvegur (939), Hringvegur (1) í Skriðdal og Hringvegur (1) um Berufjarðarbotn - Tillaga að matsáætlun

2.12.2008

Framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar eru fyrirhugaðar í sveitarfélögunum Fljótsdalshéraði og Djúpavogshreppi. Áætlanir eru um að endurbyggja Hringveg í Skriðdal á 6 km löngum kafla, byggja 19-21 km langan nýjan veg yfir Öxi milli Hringvegar í Skriðdal og Hringvegar í Berufirði, endurbyggja og byggja nýjan Hringveg um botn Berufjarðar á 7 km löngum kafla og byggja nýja brú yfir Berufjarðará.

Í janúar 2008 kynnti Vegagerðin drög að tillögu að matsáætlun, vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda á Axarvegi milli Hringvegar í Skriðdal og Hringvegar í Berufirði. Athugasemdir bárust frá 16 aðilum.

Við frekari undirbúning framkvæmdarinnar var ákveðið að meta saman umhverfisáhrif Axarvegar, Hringvegar í Skriðdal og Hringvegar um botn Berufjarðar. Ákvörðunin var tekin í samráði við Skipulagsstofnun.

Í júní 2008 auglýsti Vegagerðin ný drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Hringvegi í Skriðdal, Axarvegi og Hringvegi um Berufjarðarbotn. Athugasemdir bárust frá 12 aðilum. Vegna athugasemda sem bárust var ákveðið að bæta við tveimur nýjum veglínum til skoðunar á kaflanum um botn Berufjarðar.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Austurlandi, auka umferðaröryggi og draga úr slysahættu. Framkvæmd á Axarvegi er samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar í júlí 2007 sem mótvægisaðgerð vegna skerðingar á þorskkvóta og eru fjárveitingar til framkvæmda á árunum 2009-2011.

Tillaga að matsáætlun hefur verið send til Skipulagsstofnunar. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast Skipulagsstofnun eigi síðar en 19. desember 2008.

Axarvegur - Tillaga að matsáætlun

Axarvegur - Teikningaskrá

Axarvegur - Teikning 1 - Yfilitsmynd

Axarvegur - Teikning 2

Axarvegur - Teikning(ar) 3

Axarvegur - Teikning 4