Fréttir
  • Dagbjartur Sigurbrandsson hjá Framkvæmda- og eignasviði Borgarinnar með ljósin

Ljósaþjófur skilar feng sínum

iðrunarfullur syndari skilar 200 þús kr ljósum

19.11.2008

Starfsmenn Vegagerðarinnarinn í Borgartúni 7 í Reykjavík urðu örlítið hvumsa við þegar þeir sáu torkennilegan hlut vafinn í svartan plastpoka sem hafði verið stungið inn um verkstæðisdyr í morgunsárið. Sjá mátti útlínur en útprent af mbl.is með frétt um stuld á umferðarljósum þar sem párað hafði verið fyrir neðan fréttina: "Sorry sé mjög eftir þessu"

Dagbjartur Sigurbrandsson verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg var ánægður með að hafa endurheimt gripinn óskemmdan en hann gerir ekki ráð fyrir eftirmálum.

Ljósunum sem var stolið af gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar fyrir viku síðan verða sett upp aftur við fyrsta tækifæri. Þessi ljós er díóðuljós og kosta skildinginn en reikna má með að 200 þúsund krónur hið minnsta myndi kosta að fá ný ljós.

 

 

Skrif hins iðrunarfulla þjófs:

Ljos1

Vegagerðarmennirnir Sigurður Kristjánsson og Reynir Bárðarson aðstoða Dagbjart við að taka utan af ljósinu:

Ljos2