Fréttir
  • Vifilsstadavegur_bru

LOKUN í dag við vegamót Vífilsstaðarvegar og Reykjanesbrautar

steypuvinna við mislæg vegamót frá kl 15:00

5.11.2008

Í dag, miðvikudaginn 5. nóvember, verður steypt brú yfir Reykjanesbraut við vegamót Vífilsstaðavegar. Reykjanesbrautinni verður því lokað þar klukkan þrjú síðdegis og til klukkan sjö morguninn eftir. Brautinni verður lokað annars vegar sunnan Smáralindar og hins vegar við Urriðaholtsbrú. Ökumenn eru beðnir að huga að öðrum akstursleiðum meðan vinna stendur yfir.