Fréttir
  • Hlustað á KK og vöflur snæddar

Vel heppnaður dagur til upplyftingar

Vegagerðin hélt

17.10.2008

Það er hjá Vegagerðinni líkt og öðrum í íslensku þjóðfélagi að starfsmenn hafa áhyggjur af vægast sagt óvissu efnahagsástandi. En undir því kjörorði að ekki megi láta deigan síga og fleira megi gera sér til dægrastyttingar en að tala um ástandið, var ákveðið að halda "upplyftingardag" hjá Vegagerðinni.

Starfsmenn komu sjálfir með bakkelsi í tíukaffið og hittust til að ræða skemmtileg mál, og þeir voru hvattir til að fara meira á milli deilda en venjulega og heilsa upp á samstarfsfólkið. Síðan var, þar sem því var komið við, haldið sérstakt "upplyftingarkaffi" síðdegis.

Í Reykjavík mættu þeir KK og Hjörleifur Valsson fiðluleikari og skemmtu starfsmönnum, sem sjálfir bökuðu vöfflur í gríð og erg. Létt var yfir mannskapnum. Sverri Örvar Sverrisson starfsmaður Vegagerðarinnar spilaði síðan létt lög í anda stemmingarinnar. Á Akureyri tóku menn morgunkaffi með trompi og nýttu svo síðdegiskaffið til að undirbúa sviðaveislu starfsmanna.

KK og Hjörleifur Valsson skemmta.

kk

 

 

Vegamálastjóri í vöfflugerðinni

bakabaka