Fréttir
  • Umferðin 2006 - 2008 - línurit

Sama umferð í september í ár og fyrir tveimur árum

Enn dregur úr aukningu umferðar á 14 talningarstöðum á Hringvegi

7.10.2008

Enn dregur úr umferð á 14 talningarstöðum á Hringvegi en þróunin í september 2008 er svipuð og undanfarna mánuði. Umferðin í september í ár var 4,38 prósentum minni en í september 2007. Sem er heldur meiri samdráttur en í ágúst og júlí þótt mest hafi umferðin dregist saman í júní. Umferðin í september 2007 er sú sama og í september 2006, hingað til hefur heildarumferðin árið 2008 legið á milli árannar 2006 og 2007, sjá línurit. Umferðin hefur þannig verið meiri en árið 2006 en minni en árið 2007. Í september er umferðin á þessum 14 talningarstöðum hinsvegar sú sama og 2006.

Frekari upplýsingar gefur Friðleifur I. Brynjarsson í netfang fib@vegagerdin.is

 

stoplarsept2008

 

 

grafsept2008