Fréttir
  • Teigsskogur

Héraðsdómur fellir úr gildi úrskurð ráðherra um Teigsskóg

sá hluti þar sem fallist er á leið B í 2. áfanga felldur úr gildi

26.9.2008

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur þann 26. september fellt úr gildi þann hluta úrskurðar umhverfisráðherra þar sem fallist var á leið B í 2. áfanga Vestfjarðavegar, þar sem ráðherra hafði ekki með fullnægjandi hætti rannsakað umhverfisáhrif þverunar á lífríki í fjörðunum og þar með brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar.

Úrskurður ráðherra féll 5. janúar 2007 en úrskurðinn kærðu Olga Ingibjörg Pálsdóttir, Guðmundur Sveinsson, Fuglaverndarfélag Íslands, Náttúruverndarsamtök Íslands og Gunnlaugur Pétursson.

Niðurstaða dómsins er til skoðunar hjá Vegagerðinni og óljóst með framhaldið.

Dómur Héraðsdóms