Fréttir
  • Fimm konur á fundi

Fimm konur á fundi

karlalaus fundur hjá Vegagerðinni

17.9.2008

Það verður ekki framhjá því horft að mikill meirihluti starfsmanna Vegagerðarinnar eru karlar. Það er mikið verk óunnið í að breyta því. Þess vegna var það ánægjulegt þegar Vegagerðarkonur sátu fund um sérleyfismál að allir fundarmennirnir fimm voru konur.

Fundinn sátu þær Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri Árborgar, Ásta Stefánsdóttir bæjarritari Árborgar, Kristín H. Sigurbjörnsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs Vegagerðarinnar og Auður Eyvinds forstöðumaður hagdeildar Vegagerðarinnar.

Á fundinum var verið að ræða samning um einkaleyfi sveitarfélaganna Árborgar og Hveragerðisbæjar á sérleyfisleiðum. Þekktasta sérleyfið á þessu svæði er leiðin Reykjavík - Hveragerði - Selfoss.

Fleiri sveitarfélög á landinu eru í samskonar samningum við Vegagerðina, ekki víst samt að þar standi konur einar að verki.