Fréttir
  • Umferðarkönnun í Berufirði

Umferðarkönnun í Berufirði gekk vel

áhrif fyrirhugaðs Axarvegar könnuð

20.8.2008

Vegagerðin stóð fyrir umferðarkönnun í Berufirði í síðast liðnum mánuði og gekk hún í alla staði vel. Könnunin fór fram á fimmtudegi og á laugardegi. Fyrri daginn fóru 718 bílar framhjá og svöruðu allir skilmerkilega utan þrír bílar sem ekki stöðvuðu og tveir sem neituðu að svara. Á laugardeginum fóru 526 bílar um veginn og einungis einn neitaði að svara.

Tilgangur með könnuninni er að kanna áhrif fyrirhugaðs Axarvegar á umferðarvenjur vegfarenda á Austurlandi. Einnig fást upplýsingar um umferð á milli einstakra staða og svæða, sem síðar nýtast við almenna áætlanagerð.

Nokkurn tíma tekur svo að vinna úr niðurstöðunum.

Könnunin fór fram á á gatnamótum Hringvegar og Axarvegar í Berufirði, fimmtudaginn 17. júlí og laugardaginn 19. júlí. Könnunin stóð yfir frá kl. 08:00 – 23:00 báða dagana. Framkvæmd umferðarkönnunarinnar var með þeim hætti að allar bifreiðir, sem koma að könnunarstaðnum, voru stöðvaðar og bílstjórar spurðir nokkurra spurninga.

Könnunin gekk í alla staði vel og voru starfsmenn frá Björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi, sem aðstoðuðu Vegagerðina, til fyrirmyndar og eiga þakkir skilið fyrir vel unnin störf. Þokkalegt veður á fimmtudegi og fóru sem fyrr segir 718 bílar í gegnum könnunina. Þrír ökumenn stoppuðu ekki og tveir neituðu að svara. Svarhlutfall því 99,3% Mjög gott veður var á laugardegi en aðeins færri bílar fóru um könnunarstaðinn eða 526 bílar. Einungis einn ökumaður neitaði að svara. Svarhlutfall því 99,8%

Vegagerðin þakkar vel unnin störf og vegfarendum fyrir góðan skilning.

Konnun3

konnun5