Fréttir
  • Opnun tilboða í Suðurstrandarveg

KNH átti lægsta tilboðið í Suðurstrandaveg (427)

Fyrri áfanga sem er Krýsuvíkurvegur - Þorlákshafnarvegur

12.8.2008

Alls bárust 13 tilboð í Suðurstrandarveg kaflann milli Krýsuvíkurvegar og Þorlákshafnarvegar en tilboð voru opnuð í dag 12. ágúst að viðstöddum samgönguráðherra og vegamálastjóra.

KNH efh, Ísafirði, átti lægsta tilboðið og hljóðaði það upp á rétt ríflega 697 milljónir króna sem er 73,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Öll tilboðin utan eitt voru undir áætluðum kostnaði Vegagerðarinnar.

Um er að ræða 33,6 km langan kafla ásamt 2,3 km löngum tengingum og smíði 12 m steyptrar brúar á Vogsós neðan Hlíðarvatns í Selvogi, auk ræsa, grjótvarnargarða, reiðstígs og girðinga.

Seinni hluti Suðurstrandavegar verður líklega boðinn út í næsta mánuði.

Tilboðin 13 og frekari upplýsingar um verkið