Fréttir

Illugastaðarvegur, Slitlagsendi - Illugastaðir

Kynning framkvæmdar

21.5.2008

Vegagerðin fyrirhugar að endurbyggja um 9,4 km langan vegarkafla Illugastaðavegar (833), sem hefst við slitlagsenda sunnan vegamóta Vaglaskógarvegar (836) og endar skammt sunnan Illugastaðakirkjuvegar (8632) í Fnjóskadal. Endurbæturnar miða að því að styrkja núverandi veg og leggja á hann bundið slitlag.

Áætluð efnisþörf í verkið er um 70.700 m3

Framkvæmdin telst ekki matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar bætt umferðaröryggi vegfarenda.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist sumarið/haustið 2008 og þeim verði að fullu lokið fyrir 15. júní 2009.

Kynningarskýrsla

Yfirlitsmynd

Teikning 1

Teikning 2

Teikning 3