Fréttir
  • Á Reykjanesbrautinni

Nútíma upplýsingatækni, gjaldtaka og leiðbeiningar í samgöngum

Sjöundi fundur samgönguráðs

13.5.2008

Sjöundi fundur samgönguráðs um stefnumótun í samgöngum verður haldinn fimmtudaginn 15. maí á Hótel Sögu í Reykjavík og hefst klukkan 15. Fjallað verður um nútíma upplýsingatækni, gjaldtöku og leiðbeiningar í samgöngum.

Flutt verða þrjú erindi sem byggjast á væntanlegri leiðsöguáætlun sem er ný stefnumótun samgönguráðuneytisins. Gera má ráð fyrir að leiðsögutækni muni auka öryggi, hagkvæmni og afköst í öllum samgöngugreinum í náinni framtíð. Fjallað verður um nútíma upplýsingatækni til leiðbeininga um ferðir, staðsetningu og ferðir skipa, flugvéla og bifreiða og gjaldtöku með fjarskiptatækni sem grunn að uppbyggingu samgangna.

Erindi flytja:

  • Arnór B. Kristinsson frá Flugstoðum ohf. fjallar um flugleiðsögu.
  • Guðjón Scheving Tryggvason frá Siglingastofnun ræðir um leiðsögu til sjós.
  • Björn Ólafsson frá Vegagerðinni ræðir landleiðsögu.

Að loknum erindum gefst tækifæri til fyrirspurna og umræðna. Fundarstjóri verður Dagur B. Eggertsson, formaður samgönguráðs.

Sem fyrr segir verður fundurinn haldinn fimmtudaginn 15. maí klukkan 15 til 17 í fundarsalnum Harvard II á Hótel Sögu í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill en fundarmenn eru beðnir að tilkynna þátttöku sína á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12 þann 15. maí