Fréttir
  • Frá kynningarfundinum

Sundabrautin rædd

Töluverður fjöldi sótti fund um Sundabrautina

8.5.2008

Ríflega 100 manns sóttu kynningarfund um Sundabrautina í Ráðhúsinu 7. maí. Tilgangur fundarins var að upplýsa borgarbúa og annað áhugafólk um samgöngur um fyrirhugaða Sundabraut, mögulega útfærslu hennar og kostnað.

Jónas Snæbjörnsson svæðisstjóri hjá Vegagerðinni fór yfir það sem gert hefur verið og sérstaklega þá tvo kosti sem helst eru í umræðunni núna, Sundagöng og Eyjalausn. Fundinn ávörpuðu einnig Kristján Möller samgönguráðherra, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og borgarfulltrúarnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Dagur B. Eggertsson. Umræður fóru fram að því loknu.

Líkt og fram hefur komið þá styður borgarstjórn Reykjavíkur eindregið gangalausnina en Vegagerðin mælir með Eyjalausninni. Gangalausnin er talin mun kosta um 24 milljarða króna en Eyjalausnin 15 milljarða króna.

Jónas Snæbjörnsson fór yfir þetta á nokkrum glærum.

Ávarp vegamálastjóra