Fréttir
  • Breiðarfjarðarferjan Baldur

Vegna umræðu um fækkun ferða Baldurs

ferðum fækkar vegna aukinnar vetrarþjónustu

21.4.2008

Árið 2005 gerðu Vegagerðin og Sæferðir sem reka ferjuna Baldur með sér samning um rekstur á ferjuleiðinni Stykkishólmur-Flatey-Brjánslækur, þ.e.a.s. um að annast fólks- bifreiða- og vöruflutninga.

Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að þeim ferðum sem Vegagerðin styrkir hefur farið fækkandi og fer enn fækkandi.

Samkvæmt hinum þriggja ára gamla samningi áformuðu Sæferðir að fara ákveðið margar ferðir og Vegagerðin að niðurgreiða þær þó þannig að niðurgreiddum ferðum færi fækkandi:

Samkvæmt samningnum:

Árið 2006 áformuðu Sæferðir 457 ferðir, Vegagerðin greiði þar af 453 ferðir

Árið 2007 áformuðu Sæferðir 457 ferðir, Vegagerðin greiði þar af 395 ferðir

Árið 2008 áformuðu Sæferðir 457 ferðir, Vegagerðin greiði þar af 350 ferðir

Árið 2009 áformuðu Sæferðir 457 ferðir, Vegagerðin greiði þar af 267 ferðir

   auk 26 ferða á leiðinni Stykkishólmur-Flatey-Stykkishólmur

Árið 2010 áformuðu Sæferðir 310 ferðir, Vegagerðin greiði þar af 0 ferðir

      en greiði 98 ferðir á leiðinni Stykkishólmur-Flatey-Stykkishólmur

Niðurgreiðsla Vegagerðarinnar miðar við að tryggja ferðir Baldurs yfir vetrartímann fram til ársins 2010. Fækkun styrktra ferða miðast því við sumartímann þar til styrkurinn leggst alveg af.

Í 22. grein laga nr 80/2007: Vegalaga segir:

Í samgönguáætlun er heimilt að ákveða fjárveitingu vegna kostnaðar við ferjur til flutnings á fólki og bifreiðum yfir sund og firði enda komi ferjan í stað vegasambands um stofnveg eða tengiveg að minnsta kosti hluta úr ári. Á sama hátt er heimilt að ákveða fjárveitingu til greiðslu hluta kostnaðar við ferjur sem eru mikilvægar fyrir ferðaþjónustu.

Niðurgreiddar ferjuferðir miðast þannig við að ekki sé vegasamband a.m.k. hluta úr ári. Nú háttar þannig til að vegasamband hefur verið að batna á þessari leið og munar þar mestu um aukna vetrarþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum. Það hangir því saman aukin þjónusta á vegakerfinu og fækkun ferjuferða.

Fréttatilkynning, send fjölmiðlum 21. apríl 2008