Fréttir
  • Vel sóttur íbúafundur

Fjölsóttur fundur um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar

um 120 manns sóttu fundinn

18.4.2008

Um 120 manns sóttu íbúafund á vegum Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og Hverfisráðs Hlíða um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og Miklabraut í stokk.

Fram kom að stofnaður verður samráðshópur borgaryfirvalda, Vegagerðarinnar og íbúasamtakanna. fjölmargar fyrirspurnir og athugasemdir komu fram á fundinum um þær hugmyndir sem nú er uppi en jafnframt bent á að engar endanlegar ákvarðanir um útfærslu hafa verið teknar.

Sjá umfjöllun um gatnamótin sem verða á þremur hæðum og stokk Miklubrautarinnar í Framkvæmdafréttum.

Framsögu á fundinum héldu formaður umhverfis- og samgönguráðs, Gísli Marteinn Baldursson, Baldvin Einarsson frá Línuhönnun sem kynnti fyrirliggjandi tillögur og Hilmar Sigurðsson, formaður íbúasamtaka Hlíða, Holta og Norðurmýrar. Íbúasamtök Háaleitis verða einnig hluti af samráðshópnum.

Á fundinum komu fram ýmsar ábendingar og verulegar áhyggjur íbúanna af sérstakalega stokkamunnunum, aukinni umferða, mengun og hávaða. Fram kom hjá Baldvini að þótt öll mál yrðu ekki leyst með þessari lausn væri hún alltaf til bóta frá því sem nú er. Einnig kom fram hvatning til borgaryfirvalda um að gera sitt til að fækka bílum á götum Borgarinnar.