Fréttir
  • Hringtorg skilti

Samgöngur og byggðaþróun

Samgönguráð efnir til sjötta fundar í fundaröð sinni um stefnumótun í samgöngum.

17.4.2008

Samgönguráð efnir til sjötta fundar í fundaröð sinni um stefnumótun í samgöngum.

Fundarefnið að þessu sinni er: Samgöngur og byggðaþróun

Ferðavenjur sumarið 2007 – Bjarni Reynarsson, skipulagsfræðingur, ráðgjafi hjá Land-ráði sf.

Fjárhagsstaða hafna/vandi landsbyggðarinnar – Sveinn Agnarsson, hagfræðingur, Hagfræðistofnun HÍ

Flug og byggðaþróun – Pétur Maack, flugmálastjóri

Búferlaflutningar og samgöngubætur á Íslandi 1986-2006 – Vífill Karlsson, hagfræðingur, dósent við Háskólann á Bifröst

Staðsetning íbúðarhúsnæðis og tengsl við verð á Stór-höfuðborgarsvæðinu – Ásgeir Jónsson, hagfræðingur, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings

Umræður og fyrirspurnir

Fundarstjóri er Dagur B. Eggertsson formaður samgönguráðs

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 17. apríl 2008 kl. 14:30 – 17:00 á Hótel Sögu Reykjavík í salnum Harvard II. Fundurinn verður jafnframt sýndur á Veraldarvefnum á slóðinni: www.straumur.hotelsaga.is – að því búnu er valið: Samgönguráð.

Aðgangur er ókeypis. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á netfangið postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00 þann 17. apríl 2008.

Samgönguráð

Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin Samgönguráðuneytið