Fréttir
  • Malbikun á Hellisheiði 2005

Málþing um Evrópustaðla fyrir malbik verður haldið þann 18.4.2008

14.3.2008

Vegagerðin í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir málþingi um upptöku Evrópustaðla fyrir malbik þann 18. apríl næstkomandi.

Á þinginu mun formaður evrópskrar fagnefndar um malbiksstaðlana, Egbert Beuving, flytja erindi ásamt öðrum nefndarmönnum frá Hollandi, Portúgal og Norðurlöndunum.

Evrópustaðlar fyrir malbik tóku gildi 1. mars síðastliðinn á Íslandi og í öðrum aðildarlöndum EES. Málþingið er ætlað malbiksframleiðendum, verktökum, veghönnuðum, eftirlitsmönnum í vegagerð og öðrum sem vilja kynna sér nýju malbiksstaðlana.

Evrópustaðlar um prófanir og framleiðslu steinefna til nota m.a. í malbik, steinsteypu og óbundin efni tóku gildi vorið 2004. Vegagerðin vinnur nú að því að samræma verklýsingar í vegagerð Evrópustöðlunum.

Málþingið fer fram á Radisson SAS Hótel Sögu þann 18. apríl 2008 kl. 8:30 - 12:00 og eru hagsmunaaðilar hvattir til að mæta.

Nánari dagskrá og skráning á ráðstefnuna verður auglýst síðar.