Fréttir
  • Sundabraut 1. áfangi

Sundabraut 1. áfangi - Tillaga að matsáætlun

7.3.2008

Skipulagsstofnun hefur nú tekið tillögu að matsáætlun fyrir 1. áfanga Sundabrautar til umfjöllunar og kynningar og er athugasemdafrestur til 31. mars 2008.

Allir geta kynnt sér tillögurnar og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast Skipulagsstofnun eigi síðar en 31. mars 2008 skipulag@skipulag.is

Í þessari tillögu að matsáætlun fyrir fyrsta áfanga Sundabrautar er kynntur einn nýr valkostur til mats á umhverfisáhrifum, Sundagöng og einnig breyting á áður framkomnum valkosti, Eyjalausn.

Sundagöng eru jarðgöng sem fyrirhugað er að liggi frá Laugarnesi í vestri að Gufunesi í austri undir Kleppsvík. Eyjalausn hefur áður farið í mat á umhverfisáhrifum. Nú er lögð til breyting á leiðinni sem felst í því að vegurinn liggi á fyllingum utan við höfðann í stað þess að hann liggi í jarðgöngum í gegnum Gufuneshöfða.

Í tillögu að matsáætlun sem hér liggur fyrir er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst og fjallað um umfang og áherslur umhverfismatsins. Fjallað er um þá umhverfisþætti sem teknir verða fyrir í matinu.

Í frummatsskýrslu verða áhrif á eftirfarandi þætti metin: hafstrauma, laxfiska, landslag og sjónræna þætti, útivist, fornleifar, náttúruminjar, hljóðvist, loftgæði, samgöngur og umhverfisáhrif á framkvæmdatíma.

Tillaga að matsáætlun (PDF 1,3 MB)

Viðauki 1: Kort af valkostum (PDF 10,3 MB)

Viðauki 2: Minnisblöð sérfræðinga (PDF 873 KB)

Viðauki 3: Athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlun (PDF 2,6 MB)

Timaas_matsferlis_1._af._Sundabr_mars_2008

 

Timaas_matsferlis_2._af._Sundabr-_mars_2008