Fréttir
  • Í Nýheimum á Höfn

Fjölsóttur fundur á Hornafirði

Um 100 manns mættu á kynningu á niðurstöðum frummatsskýrslu

27.2.2008

Vegagerðin og VSÓ ráðgjöf kynntu niðurstöður frummatsskýrslu um Hringveg um Hornafjörð á fjölsóttum fundi á mánudaginn var þann 25. febrúar. Um 100 manns sóttu fundinn og var kom fram fjöldi athugasemda.

Um er að ræða 11-18 km vegalagningu og nýja brú yfir Hornafjarðarfljót. Þrjár leiðir eru metnar, leiðir 1, 2 og 3. Vegagerðin mælir með leið 1. En nær allir á kynningarfundinum á Höfn gagnrýndu leiðarvalið og töldu leið 3 besta. Áfram er unnið að málinu og verður tekið tillit til athugasemdanna í matsskýrslunni. Athugasemdafrestur er til 7. mars og skal skila þeim inn til Skipulagsstofnunar á netfangið skipulag@skipulag.is

Markmið Vegagerðarinnar eru:

  • Greiðar samgöngur með góðri þjónustu
  • Hagkvæm uppbygging og rekstur vegakerfisins
  • Umferðaröryggi sé á við það sem best gerist
  • Góð sambúð vegar og umferðar við umhverfi og íbúa
  • Vel skipulögð og skilvirk starfsemi
  • Ánægt, hæft og gott starfsfólk

Í ljósi þessara markmiða mælir Vegagerðin með leið 1.

Frekari upplýsingar er að finna hér á vefnum.

Kort yfir leiðirnar sem metnar eru:

Hringvegur um Hornafjarðarfljót

Myndir frá fundinum