Fréttir
  • Hjáleidin um Borgarnes

Framkvæmdir á Hringvegi: Hjáleið um Borgarnes

Hringvegurinn lokaður við Hyrnu -- hjáleiðin vel merkt

26.2.2008

Þar sem verið er að gera endurbætur á Hringveginum þar sem hann liggur í gegnum Borgarnes verður vegurinn lokaður en vel merktar hjáleiðir hafa verið opnaðar. Framkvæmdirnar munu standa í um það bil þrjá mánuði en hluti vegarins verður þó opnaður fyrr.

Veginum var lokað nú í hádeginu í dag 26. febrúar.

Fyrir þá sem koma að sunnan, á norðurleið, er búið að loka Hringvegi við tengingu að Hyrnu og er nú farin hjáleið sem liggur til hægri framhjá Olís og kemur aftur inn á Hringveg neðan Vírnets. Þeir sem koma að norðan þurfa nú að beyja til vinstri inn á hjáleið neðan Vírnets.

Búið er að loka fyrir tengingu frá Hyrnu og inn á Borgarbraut þannig að aðkoma er frá Brúartorgi.

Framkvæmdir eru vel merktar og einnig hjáleiðir.

Framkvæmdir þarna munu standa yfir í um það bil þrjá mánuði en reiknað er með að hluti af vegi verði opnaður fyrir umferð fyrr.

Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og tillitsemi.