Fréttir
  • Frá Almannaskarðsgöngum

Hæstiréttur: Ekki bætur fyrir efni úr göngum

Hæstiréttur dæmir Vegagerðinni í vil

22.2.2008

Tveir dómar Hæstaréttar féllu í gær fimmtudag um bætur fyrir efni sem kemur úr jarðgöngum. Matsnefnd eignarnámsbóta hafði gert Vegagerðinni að greiða bætur vegna efnis sem félli til við jarðgangagerð, bæði í Fáskrúðsfjarðargöngum og í göngunum undir Almannaskarð.

Vegagerðin undi því ekki og fór með málin fyir dómstóla. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í vil en Hæstiréttur sneri þeim dómi við og felldi niður málskostnað.

"Verðgildi efnisins eftir nám þess úr göngunum er þannig einungis lítið brot af kostnaði við að vinna það og gildir einu hvaða mælikvarða er beitt. Er hafið yfir allan vafa að nám þessa efnis gæti aldrei gefið af sér arð. Að þessu virtu verður að leggja til grundvallar að verðmæti efnisins í jörðu hafi ekkert verið. Getur það af þeirri ástæðu ekki fallið undir hugtakið auðlind samkvæmt 3. gr. laga nr. 57/1998.", segir í dómi Hæstaréttar.

Dómur Hæstaréttur vegna Fáskrúðsfjarðarganga

Dómur Hæstaréttar vegna Almannaskarðsganga