Fréttir
  • Skemmdin í veginum við Svignaskarð

Hringvegurinn í sundur -- verður líklega opnaður kl 9 í kvöld

búið að setja nýtt ræsið, unnið að því að klára verkið

18.2.2008

NÝTT

Reiknað er með að vinnu við viðgerðina á Hringvegi við Svignaskarð ljúki um níu leitið í kvöld og að þá verði hægt að hleypa umferð um hann að nýju.

Snúið reyndist að koma ræsinu fyrir á sínum stað vegna vatnsflaums en þegar því verki var lokið tók við að keyra efni í veginn, sú vinna gengur hratt og örugglega fyrir sig og sem fyrr segir ætti að vera lokið í kvöld.

Fréttin frá í gær, mánudag: 

Hringvegurinn er lokaður við Svignaskarð í Borgarfirði, milli Borgarness og vegamótanna við Stafholtstungur og þurfa vegfarendur að fara Borgarfjarðarbraut, veg nr. 50.

Vegurinn grófst í sundur við ræsi sem líklega hefur stíflast af klaka og fóru um 200-300 m3 úr veginum og myndaði nærri tveggja metra djúpa geil í veginn.

Ljóst er nú að viðgerðin er meira mál en haldið var í fyrstu, ekki er búist við að henni ljúki fyrr en í fyrsta lagi síðdegis á morgun þriðjudag. Vegagerðarmenn hafa tekið veginn alveg í sundur og berjast við nokkuð mikinn vatnsflaum. Ekki verður hægt að vinna þegar myrkur er skollið á og því ljóst að vegurinn verður lokaður til morguns.

Ræsið sem tók ekki við vatnsflaumnum og stíflaðist líklega var hreint þegar vegagerðarmenn skoðuðu það í gærkvöldi. Þá er ljóst að vatn hefur seitlað undir veginn í gegnum fláann. Sett verður stærra ræsi sem telur við 2-3 sinnum meira vatni. Ljóst er að þetta er tímafrek og erfið aðgerð en ræsið liggur djúpt og eins þarf að fara nokkuð langa leið í námu eftir efni. Snúið hefur verið að ná efni úr náminu vegna aurs og bleytu.

Rasi_v._Danielslund-18.02.08_(11)