Fréttir
  • 2+1 vegurinn í Svínahrauni

Umræða um 2+2 og 2+1 vegi

Rætt um kosti og galla í ljósi umferðaröryggis

7.2.2008

Lýðheilsustöð og slysavarnaráð gengust fyrir morgunverðarfundi þar sem til umræðu voru 2+2 vegir og 2+1 vegur. Sérstaklega var horft til málsins út frá sjónarhorni umferðaröryggis.

Heilbrigðisráðherra ávarpaði fundinn í upphafi hans. Erindi héldu þeir Haraldur Sigþórsson, verkfræðingur hjá Línuhönnun, Ágúst Mogensen, forstöðumannur rannsóknarnefndar umferðarslysa og Steinþór Jónsson, formaður Samstöðu.

Á vef Lýðheilsustöðvar er að finna ítarlega umfjöllum um fundinn og þar er einnig að finna erindin sem flutt voru.

Vegagerðin vinnur nú að því að leggja 2+2 veg austur á Selfoss, unnið er að skipulágsmálum ásamt því að veglínur eru skoðaðar. Veghönnun er í gangi en ljóst er að framkvæmdin fer í mat á umhverfisáhrifum.