Fréttir
  • Eftir undirskriftina 25. janúar

Mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar

skrifað undir samning við Suðurverk og Skrautu

25.1.2008

Fulltrúar Vegagerðarinnar og Suðurverks hf og Skrautu ehf skrifuðu undir verksamning um byggingu mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar föstudaginn 25. janúar.

Samningurinn hljóðar upp á tæpar 670 milljónir króna.

Gatnamótin verða þau fyrstu hér á landi með hringtorgi að ofanverðu. Það er að segja um er að ræða tvær brýr sem mynda hringtorg. Verkinu skal að fullu lokið í júlí 2009 en reiknað er með að stærstur hluti þess verði kláraður í haust.

Mislægu gatnamótin á mótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar:

mislaeg