Fréttir
  • Hornafjordur

Hringvegur um Hornafjörð - frummatsskýrsla

Mat á umhverfisáhrifum

25.1.2008

Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Hringveg um Hornafjörð. Tillagan liggur frammi til kynningar frá 24. janúar til 7. mars 2008.

Vegagerðin mun kynna frummatsskýrslu vegarins með opnu húsi í Nýheimum á höfn fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20 - 22. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdirnar og leggja fram athugasemdir. Þær þurfa að vera skriflega og berast til Skipulagsstofnunar eigi síðar en 7. mars 2008.

Frummatsskýrslan og fylgiskjöl er að finna á vef Vegagerðarinnar og vef VSÓ ráðgjafa.

Framkvæmdin sem hér um ræðir er 11-18 km löng veglagning, háð veglínum og nær frá bænum Lambleiksstöðum, yfir Hornafjarðarfljót á nýju brúarstæði og að Hringvegi við bæinn Haga skammt austan Hafnarvegar sem liggur að Höfn í Hornafirði (kort 1). Framkvæmdaraðili er Vegagerðin og leggur hún fram þrjár veglínur til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum, leið 1, leið 2 og leið 3. Framkvæmdin styttir Hringveginn um 11-12 km eftir því hvaða veglína er valin.